,,Sjálfsvörn er ekki eigingirni"/,,Self care isn´t shelfish"


Ég ætla að deila með ykkur fimm ráðum sem ég mæli með ef maður vill hafa smá ,,me time" dekra við sig eða láta sér líða betur. Mér finnst mjög mikilvægt að eyða smá tíma í sjálfan sig, ef það er t.d. mikið að gera, maður er þreyttur eða það er sunnudagskvöld. Sum af ráðunum henta þér kannski ekki en vonandi gefa þau þér hugmynd um hvað annað þú getur gert til að fá þennan sjaldgæfa ,,me time".

-----

Drekka eitthvað heitt:

Það að drekka eitthvað heitt getur verið rosa nærandi. Það losar um hálsinn og róar mann að einhverju leyti. Þú getur til dæmis drukkið te, heitt kakó og kaffi, ef þú ert komin/nn þangað.


-----

Syngja:

Þegar ég syng þá líður mér oftast betur. En hvort sem maður sé hörkusöngvari eða ekki, ein/nn eða í hóp, þá losar það um eitthvað í líkamanum(já og líka það að dansa;)). Ef þú trúir mér ekki, prófaðu bara. En kannski virkar þetta bara á manneskjur sem eru alltaf að dansa og syngja. Hver veit?


-----

Hlusta á tónlist:

Til að dæma hugann þá hlusta ég annað hvort á rólega tónlist, ef ég vil slaka á, eða hressa tónlist, ef ég vil komast í stuð. Ég held að allir hlusti á tónlist á hverjum degi svo þetta er ekkert vandamál. Mæli mjög mikið með laginu Halo/Cover með Hjaltalín. Frábært lag þegar maður er að læra, í baði eða að fara að sofa. En ef þú átt erfitt með að vakna þá mæli ég svo mikið með laginu ,,Ikke mere mælk". Með betri lögum sem ég hef heyrt;)


-----

Húðumhirða:

Alltaf þegar ég er búin að sjá um húðina mína er ég mjög ánægð því þá er húðin endurnærð og mér líður mun ferskri. Ég er ekki beint sérfræðingur í húðumhirðu en þegar ég hreinsa mína þá set ég alltaf skrúbb og síðan einnota maska(grímu). Þá er skrúbburinn búinn að opna allar svitaholur og efnin í maskanum gera eitthvað gagn. Að sjálfsögðu hentar húðumhirða alveg jafn vel strákum, eins og stelpum.


----------

Lesa bók:

Ég er núna að lesa tvær bækur, Vetrarhörkur og Elanor og Park. Ég elska að lesa og sérstaklega ef maður er að lesa góða bók. Ég elska líka Sólheima-bókasafnið. Það er í hverfinu mínu og alltaf þegar ég kem heim af safninu er ég mjög róleg og með bók í bakpokanum.


-----

Friður, Saga


©2017-2020 by Saga María