Stíll 2019

Ástæða fjarveru minnar hér inná er klárlega vegna þess að undanfarnar vikur hafa farið 110% í það að gera og græja fyrir Stíl sem var um helgina. Fyrir þá sem ekki vita þá er Stíll hönnunarkeppni Samfés og var þemað í ár 90’s. Við vorum að vinna með gallaefnis 90’s í bland við hversdagsleika. Okkur gekk svakalega vel í alla staði og í þokkabót unnum við verðlaun fyrir bestu framkomuna ✨ Stærsti sigurinn var samt allur lærdómurinn og frábærar stundir með góðu fólki. Við erum allar þrjár klárlega reynslunni ríkari.

XXX,

Saga

©2017-2020 by Saga María