Staðalímyndir karla

Miðaldir eru að mínu mati uppspretta karlmennskunnar. Á þeim tíma áttu karlar/strákar að öðlast frægð, berjast, vera hugaðir og ekki sýna tilfinningar. Ef við lítum síðan á karla/stráka fyrir tíu árum þá voru staðlarnir þessir: að vera í góðu formi, töffarar og alls ekki sýna tilfinningar. Ef við lítum á stöðuna í dag er samfélagið mun meira opið en áður en enn er langt í land. T.d. niðurlægja strákar á mínum aldri hvorn annan með því að kalla hvorn annan homma og cunt. Það sýnir nákvæmlega ekkert annað en fáfræði og þarf Fræðslu. En að innst inni skil ég þetta, við erum alin upp við að horfa á barnaefni sem sýna hverning strákar eiga að vera hugaðir, verja stelpurnar (sem geta greinilega ekki varið sig sjálfar) og sýna hvað þeir eru klárir og flottir. Þeir eru með stutt hár, klæðast bol og buxum og eru yfirleitt aðalpersónur. Svo eru stjórnmálamennirnir sem stjórna landinu okkar að tala illa um konur og fólk í minnihlutahópum. Sem betur fer hefur þetta aðeins skánað en almennt eru strákar og karlar hræddir við að sýna tilfinningar vegna þessara fáránlegu staðla.

xxx,

Saga

©2017-2020 by Saga María