Stigablöð fyrir Eurovision/ókeypis


Þann 8. maí(í dag) mun Ari okkar stíga á stóra sviðið í Lissabon fyrir Íslands hönd í Eurovision. Ég og vinkona mín, hún Birta, bjuggum til stigablöð fyrir daginn í dag og með því móti getur maður fundið út hvaða tíu lög maður heldur að tryggji sér sæti í úrslitunum. Hægt er að næla sér í eintak á milli klukkan 14-18 í Farva Álfheimum 4, alveg að kostnaðarlausu. Hægt er að sjá blöðin betur á myndunum fyrir neðan.

----------

Í dag 10. maí er seinni undnkeppnin í Eurovision og skellti ég aftur í stigablöð. Opið er í Farva, Álfheimum 4, á milli klukkan 14:00-17:20. Þetta átti að vera bara í þetta eitt skipti(á þriðjudeginum) en ég fékk svo margar fyrirspurnir hvort þetta yrði ekki aftur svo að stigablöðin verða líka í dag og á Laugardaginn. Nælið ykkur endilega í frítt eintak.
Endilega nælið ykkur í eintak, en þangað til næst,

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María