Stigablöð fyrir Eurovision-úrslitin/ókeypis


Eins og hina Eurovision-dagana er ég með frí stigablöð Farva, Álfheimum 4. Þar sem það eru fleiri lönd að keppa núna en í undan-riðlunum þá er þetta núna (hálfgerður) bæklingur. Framan á er klippimynd sem ég bjó til fyrir einhverju síðan og inn í er stigagjöfin sjálf. Við erum líka með 2 leiki í gangi en fyrsti er þannig að maður hakar við landið sem maður heldur að vinni(sjá á tússtöflu) og þá erum við komin með spá fyrir Farva. Hinn er gjafaleikur. Þú skrifar landið sem þú heldur að vinni, lætur fylgja með nafn og símanúmer og setur ofan í rauðu krúsina. Þeir sem að spá rétt fá ,,Áfram stelpur" plakat sem ég bjó til fyrir stuttu. Opið er milli klukkan 11:00-17:30. Mætið í Júró-stemminguna og nælið ykkur í frítt eintak. P.S. ég afsaka hvað myndirnar eru óskýrar.


Ég með mitt litla barn.


Forsíðan og innan í.


:)


Leikur númer 1.


Gjafaleikurinn.

----------

En þangað til næst.

Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María