Stuttermabolur - Jólagjafahugmynd

Updated: Nov 25, 2019


Næsta jólagjafahugmynd er stuttermabolur með hvetjandi skilaboðum. Þú ræður hvað þú skrifar á þinn en ég ákvað að skrifa ,,slay". Það minnir mig nefnilega á Beyoncé sem er í miklu uppáhaldi. Ég ætla að sýna ykkur hvernig ég gerði en þið megið líka fara eftir ykkar eigin leiðum og nota það hráefni sem þið eigið og hentar ykkur best. (Hafið það í huga að þessi aðferð er ætluð með því að þið séuð að skrifa ,,slay á bolinn).

Það sem þú þarft að hafa við höndina...

Blað

Blýant

Skæri

Fatamálningu (eða fatatúss)

Stafaform, en annars má líka teikna stafina sjálf/ur

Pennsill

Bol

(Á myndina vantar málningunna)


Aðferð...

1. Þú skalt byrja á því að teikna stafina, með formunum eða sjálf/ur. (Ég mæli með því að teikna stafina í sitthvoru horninu), og síðan skaltu klippa blaðið í fjóra kassa (eftir stöfunum).


2. Næst skaltu klippa blaðið innan úr stafnum (betri útskýring á myndinni fyrir neðan).

3. Síðan skaltu raða stöfunum á bolinn eins og þú vilt hafa þá og depma málningunni á stafina. (Einnig ef þú átt penslasvamp er tilvalið að nota hann).

4. Leyfðu þessu að þorna og þá ertu komin/nn með frábæra gjöf fyrir þig eða aðra.


Friður, Saga.


©2017-2020 by Saga María