Svona eru jólin...

Updated: Nov 25, 2019

Seinustu dagar og vikur hafa verið ansi viðburðaríkar. Almennt jólastúss, leikhúsferðir, dansæfingar, bæjarferðir og jólaboð er brot af því sem hefur gengið á undanfarið. Núna er ég á leiðinni vestur með fjölskyldunni en verðum við þar um áramótin. Þakklæti er mér mjög ofarlega í huga núna um jólin eins og svo oft áður en það sem er líka ofarlega í mínum huga er fólkið sem á það ekki eins gott. Því miður þá fá ekki allir sömu tækifæri í lífinu og erum við misheppin. En burt séð frá því vona ég að þið hafið það gott og munum að njóta. Lífið er núna:)


©2017-2020 by Saga María