Tóbakslaus bekkur 2018


Það er mikil hefð í mínum skóla að taka þátt í verkefni sem kallast tóbakslaus bekkur. Það var engin undantekning þetta árið og unnu allir þrír bekkirnir (í mínum skóla)! Einn bekkurinn bjó til plakat, annar samdi lag og við bjuggum til tónlistarmyndband. Ég fékk það skemmtilega verkefni að klippa myndbandið saman og lék ég síðan eitthvað í myndbandinu sjálfu. Við fengum rosa mikinn innblástur við myndbandið Into the dark sem er lag eftir Between Mountains(ég læt myndbandið með þeim fylgja með hérna fyrir neðan) og þökkum við þeim innilega fyrir innblásturinn og lánið á laginu. P.S mæli sérstaklega með endinum í okkar myndbandi:)

En þangað til næst,

Friður, Saga.
©2017-2020 by Saga María